fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fókus

Ragga nagli – „Það er ástæða fyrir að Guð hvíldi sig á sjöunda degi. Hann var kominn yfir þrítugt“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. janúar 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira.

Skrokkurinn lætur ekki að sér hæða. Þó hausinn haldi ennþá að kona sé tuttuguogfimm ára þá segir maskínan „Næ næ næ…fru Stella!!“

Nú þurfum við að gera allskonar sem þér finnst vera tímasóun eins og jóga, hita upp, teygja, hvíla og kæla.

Æfingamelur á þrítugsaldri vs. ræktarrotta kortér í fertugt.

Þrítugsaldurinn:

Tækni? Er það ekki fyrirtæki í Síðumúla?

Upphitun? Var það ekki hljómsveit á níunda áratugnum? Eða var það upplyfting?

Teygja? Hárteygja? Teygjustökk? Engan tíma í svoleiðis pjatt. Frekar gera fleiri sett.

Vöðvaspenna? Háspenna? Lífshætta? Síðan skein sól? Helgi Björns… Holy B….er hann hérna í ræktinni?

Prótínsjeikar. Brokkolí. Skyr. Baunir. Eiturefnaúrgangur? Tsjernóbýl? Nóbb… bara prumpulykt.

Fæ illt í magann af mjólkurvörum. Skítt með það… skyr er fæða vaxtarræktarheimsins.

Glútein… komdu með það… já og sykurkarið líka takk.

Djamm í kvöld. Auðvitað. Og hinn og hinn… en það er samt æfing á morgun…. og hinn og hinn.

Hvíldardagur? Hvaða vöðvi er það?

Jóga!! Standa á haus og finna þriðja augað. Þvílíkt bull.

Kortér í fertugt:

Þú elskar að fara að sofa klukkan tíu.

Það þarf að hita skrokkinn upp með teygjum, liðleikaæfingum, sveiflum og snúningum og braka í öllum liðum áður en komið í radíus við járnið.

Teygja á vöðvunum í gott korter eftir æfingar. Annars er göngulagið næstu daga eins og fanginn sem beygði sig eftir sápunni.

Þú átt foam rúllu, nuddbolta, tiger tail, jógamottu, hitagel, grjónapúða, kælipoka.

Þú sefur í compression sokkum eftir fótaæfingar.

Síðkvöld eru nýtt í liðleikaæfingar fyrir stífar mjaðmir, bak og ökkla fyrir framan Netflix.

Morgnarnir fara í að rúlla sperraða vöðva frá æfingu gærdagsins.

Hámark eitt rauðvínsglas í matarboði á laugardagskvöldi. Það er æfing á morgun.

Djamm er að vera á galeiðunni til miðnættis. Annars er frammistaðan á pari við skúringamoppu.

Öll vikan fer í að rétta sig af eftir svefnlitla laugardagsnótt.

Þú takmarkar neyslu á hinum ýmsu matvælum: sykri, hveiti, mjólkurvörum, glúteini.
Ekki endilega í megrunarskyni heldur vegna áhrifa þeirra á meltingakerfið.

Þó það æfi rassvöðva að halda í sér vindgangi í Kringlunni þá er lífið of stutt í útþaninn kvið og ónot í þörmum.

Fallegt lyftingaform og stöðug vöðvaspenna allan daginn framyfir hlass á stöng. Það þarf að passa bakið sem á að bera mig næstu 30-40 árin.

Ohhh ó hvaða hljóð var þetta. Brak og brestir. Ekki mjóbakið?

Hvíldardagur er heilagur. Það er ástæða fyrir að Guð hvíldi sig á sjöunda degi. Hann var kominn yfir þrítugt.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Höfundur 46 ára gamals flöskuskeytisbrandara fannst á Facebook

Höfundur 46 ára gamals flöskuskeytisbrandara fannst á Facebook
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif

Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Björk og Arnar fundu frábæra lausn á forstofuvandanum sem margir foreldrar þekkja

Hanna Björk og Arnar fundu frábæra lausn á forstofuvandanum sem margir foreldrar þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt að hann væri hysterískur þegar læknarnir fundu ekkert að honum – Svo prófaði hann þetta „og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast“

Hélt að hann væri hysterískur þegar læknarnir fundu ekkert að honum – Svo prófaði hann þetta „og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“