fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Ingibjörg Rósa heldur Proclaimerstónleika í Hörpu – Kemst ekki sjálf vegna brjóstakrabbameins

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. janúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Rósa Björnsdóttir, sem búsett er í Edinborg í Skotlandi, stendur fyrir tónleikum skosku pöbbarokksveitarinnar The Proclaimers í Hörpu 15. apríl næstkomandi. Líkur eru þó á að Ingibjörg Rósa komist ekki sjálf á tónleikana þar sem hún greindist með brjóstakrabbamein síðustu jól.

The Proclaimers, sem tvíburabræðurnir Charlie og Craig Reid skipa, slógu rækilega í gegn um allan heim árið 1988 með laginu I´m Gonna Be (500 Miles) og fór lagið í toppsæti vinsældalista hér á landi á undan öðrum löndum.

Í samtali við Síðdegisútvarpið á RÚV segir Ingibjörg Rósa frá hvernig það kom til að hún stendur fyrir tónleikunum, sem eru þeir fyrstu sem Proclaimers halda hér á landi, en í fyrra voru 30 ár liðin frá því að lagið kom út.

„Í viðtali sem ég tók við annan tvíburann fyrir Sunnudagsmoggann í haust kom fram að hann langar mjög til Íslands,“ segir Ingibjörg Rósa, sem ákvað að kýla á það sem sveitinni og halda tónleika í Hörpu. Þegar forsalan var hafin setti lífið hins vegar strik í reikninginn hjá Ingibjörgu Rósu og útlit var fyrir að hætta þyrfti við allt saman, en hún greindist með brjóstakrabbamein rétt fyrir jól.

„Þetta var ekki skemmtileg jólagjöf,“ segir Ingibjörg Rósa um brjóstakrabbameinið, en hlær og segir að aðalstressið var hvort að hún gæti haldið tónleikana.Segir hún lækninn sitt hafa sett í brýrnar og sagt að hún mætti líklega ekki fara í flugvél fyrr en meðferð væri lokið.

„Þeir eru þjóðhetjur hérna í Skotlandi,“ segir Ingibjörg Rósa um Proclaimers, sem mæta ótrauðir til Íslands í apríl, með eða án Ingibjargar Rósu, sem fjarstýrir undirbúningnum frá Edinborg.

Ingibjörg Rósa er nýlega búin í aðgerð, og er að byrja meðferð og því yfirgnæfandi líkur á að hún komist ekki á tónleikana. „Ég á eiginlega erfiðara með að sætta mig við það en krabbameinið. Ég treysti bara á að allir mæti og sendi mér rosa mikið af myndum og snappi. Ég vil vera með í partýinu þó að ég verði föst hérna.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 8 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?