fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Hafþór birti kósímynd af sér með konunni og fékk yfir sig (aftur) holskeflu af grimmum athugasemdum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. janúar 2019 15:00

Hafþór Júlíus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftajötuninn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson, oft kallaður Fjallið, birti um helgina mynd af sér og eiginkonu sinni, Kelsey Henson, á Instagram. Þegar þetta er skrifað hafa 3026 athugasemdir verið skrifaðar við myndina og margar þeirrar mjög neikvæðar og það varðandi stærð Hafþórs og stærðarmun hjónanna.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem nettröll ráðast á Hafþór en í maí í fyrra og í byrjun janúar fjallaði DV um sambærileg atvik.

Hafþór er sterkasti maður heims og ríflega tveir metrar á hæð meðan eiginkona hans er 157 sentímetrar. Hæðarmunur hjónanna er því umtalsverður. Hafþór er geysivinsæll á Instagram en þar fylgja honum 1,6 milljón manns, enda þekktur kraftajötunn og leikur auk þess í Game of Thrones, sem eru meðal vinsælustu sjónvarpsþátta í heimi.

Á myndinni má sjá parið á týpískri kósí vetrarmynd með sitt hvorn kakóbollann í hendi. Bollinn sem líklega er bara venjulegur að stærð, virkar hins vegar ósköp lítill í stórum höndum Hafþórs og gera margir netverjar grín að því, bæði á Instagram og á Redditt.

https://www.instagram.com/p/BtEZAPCgRD_/

„Það lítur út fyrir að hann geti tekið bollann sem eitt skot,“ skrifar einn netverja. „Það er eins og þú sért að leika þér með barnabollastell,“ skrifar annar.

„Þegar þú kyssir konuna þína sleikirðu hana þá eins og sleikjó?,“ skrifar einn og vísar þar til stærðarmunar hjónanna. „Ef ég væri þú væri ég hræddur um að sofa við hliðina á henni, þú gætir drepið hana með því að snúa þér við í rúminu,“ skrifar annar.

„Af hverju líturðu alltaf út eins og þú sért pirraður?,“ spyr einn netverja.

Nokkrir henda þó í jákvæðar athugasemdir á borð við: „Ég elska að sjá fólk hamingjusamt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024