Söngvakeppni Sjónvarpsins hefst í kvöld kl. 19.45 með sérstökum kynningarþætti þar sem lögin 10 sem keppa í ár og flytjendur þeirra og höfundar verða kynnt.
Fyrr í dag voru nöfn laga, flytjenda og höfunda tilkynnt. Brotum úr lögunum tíu og nokkrum lögum í heild hefur einnig verið lekið á netið og má hlusta á hér fyrir neðan.
Tvær undankeppnir verða í Söngvakeppninni eins og undanfarin ár. Sú fyrri verður 9. febrúar en seinni 16. febrúar. Fimm lög keppa á hvoru kvöldi fyrir sig og komast tvö áfram á hvoru kvöldi í úrslitakeppnina sem verður í Laugardalshöll laugardaginn 2. mars. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó, sem fyrr, möguleika á að bæta við einu lagi í úrslitin, svokölluðum Svarta-Pétri (Wildcard).
Kynnar verða þeir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson en þeim til halds og trausts verður Björg Magnúsdóttir. Og vefsíðan er songvakeppnin.is.
Almenningi gefst sem fyrr kostur á að vera á staðnum en miðasala hefst miðvikudaginn 30. janúar á tix.is.
Hér má hlusta á brot úr öllum lögunum
Og hér eru nokkur þeirra í fullri lengd