Leikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir hefur verið áberandi undanfarin misseri. Hún lék stórt hlutverk í áramótaskaupinu auk þess sem hún endurtekur hlutverk Laufeyjar í Ófærð 2 á RÚV. Það er samhliða störfum hennar í Borgarleikhúsinu þar sem hún fer, meðal annars, með veigamikil hlutverk í söngleiknum um Elly Vilhjálms og verkinu Núna 2019.
Færri vita að hálfsystkin Kötlu Margrétar ákváðu að lesa lög frekar en handrit. Lögfræðingurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Þorgeirsdóttir er samfeðra Kötlu Margréti. Þá er lögfræðingurinn þjóðþekkti, Sveinn Andri Sveinsson, sammæðra leikkonunni.