fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Heiðdís er dyggasti stuðningsmaður Kristófers Acox

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 25. janúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðdís Sigurðardóttir, sem varð átta ára 24. janúar, er búin að vera stuðningsmaður Kristófers Acox, 25 ára leikmanns KR í körfubolta, frá því hún sá hann fyrst á landsleik fyrir nokkrum árum.

Hún var búin að óska sér þess heitt að fá KR-búning í jólagjöf, en það er samt erfitt fyrir dyggan Grindjána, en Heiðdís býr í Grindavík ásamt foreldrum sínum og systkinum.

„Millileiðin var farin,“ segir Herdís Gunnlaugsdóttir, móðir Heiðdísar. „Henson reddaði okkur með treyjuna og er hún gjöf frá okkur foreldrum hennar og systkinum.“ Auðvitað var númer 6 sett aftan á treyjuna, númer Kristófers.

Myndirnar eru teknar á leik KR og Grindavíkur síðasta mánudag, 21. janúar, í DHL höllinni í 8 liða úrslitum Geysisbikarkeppninar. KR vann 129-56.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin