Á YouTube-rásinni Interesting Facts About Vehicles má reglulega finna úttektir á ferðastöðum og – eins og nafnið gefur til kynna – farartækjum. Í nýju innslagi rásarinnar tóku álitsgjafar saman lista yfir fallegustu bæi og borgir í Evrópu. Í aftasta sætinu er Edinborg í Skotlandi og því fyrsta hin glæsilega Brugge í Belgíu. Þar á milli trónir Reykjavík í fimmta sætinu og segir í skýringu að 95% af dægrastyttingum fyrir utanaðkomandi sé að finna í höfuðborginni, ásamt öðrum kostum.
„Reykjavík er heillandi borg sem er vel þess virði að skoða í nokkra daga. Það eru hvorki skýjakljúfar né stórkeðjur þarna.“
Myndbandsgalleríuna má finna að neðan, ásamt heildarlista álitsgjafa.
10. Edinborg, í Skotlandi
9. Istanbúl, í Tyrklandi
8. Innsbruck, í Austurríki
7. Talinn, í Eistlandi
6. Feneyjar, á Ítalíu
5. Reykjavík, á Íslandi
4. Santorini, í Grikklandi
3. Rovini, í Króatíu
2. Flórens, á Ítalíu
1. Brugge, í Belgíu