Lifum lengur, er nafn átta heimildarsjónvarpsþátta í umsjón Helgu Arnardóttur sjónvarpskonu sem sýndir eru hjá Sjónvarpi Símans Premium. Vísindalegir heimildaþættir um heilsu á mannamáli.
„Kyrrseta hefur mjög alvarlegar afleiðingar til langs tíma,“ segir Lilja Kjalarsdóttir doktor í sameindalífffræði. „Allt að 20% Íslendinga hreyfa sig lítið sem ekki neitt,“ segir Gígja Gunnarsdóttir verkefnastjóri hreyfingar hjá Embætti landlæknis.
„Hreyfingarleysi er talið jafn mikill áhættuþáttur og að reykja,“ segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hjartalæknir. Dr. Rangan Chatterjee heimilislæknir telur lítið í daglegu lífi hjá mörgum hvetja til hreyfingar. „Þú þarft bara að fara út og hreyfa þig,“ segir Svavar Sigursteinsson einkaþjálfari í Sporthúsinu.