Í dag hófst herferðin, Höldum Fókus, sem miðar að því að sporna við að fólki aki með snjallsíma í notkun. Sjóvá, Strætó og Samgöngustofa standa að verkefninu sem unnið er af framleiðslustofunni Tjarnargatan.
Herferðin er sú fyrsta þar sem netverjum er boðið að tengjast með Instagram aðgangi sínum og við það verður upplifunin alfarið sérsniðin að hverjum og einum. Nafn, myndir, sögulína og áherslur sem eiga best við hvern og einn, hvort sem um er að ræða næturlífið, fjölskylduna, hamborgara eða útivist. Þitt samfélagssjálf segir til um hvaða auglýsing, eða upplifun öllu heldur, á best við um þig.
Netverjar geta einnig prófað herferðina án þess að tengjast Instagram.
Herferðin er sú fyrsta hér á landi sem notast annars vegar við Instagram bakenda til að auðkenna áhorfendur, og sem notast við gervigreind í samstarfi við Google til að lesa úr myndunum.