fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Elín Kára – „Auka aðeins meira“ er það sem skilur að þá sem komast áfram og þá sem eru á sama stað

Elín Kára
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig tókstu í það síðast þegar einhver bauð þér tækifæri eða þegar einhver vildi hafa þig með í nýju verkefni? Varstu einn af þeim sem sagðir: „Nei, ég ætla ekki að taka þátt,“ „ég get ekki farið að standa í þessu,“ „ég hef nóg annað að gera.“

Eða sagðir þú: „Já, ég skal vera með“ og tókst ákvörðun um að gera aðeins meira heldur en daglegu rútínuna þína.

Þetta „auka aðeins meira“ er það sem skilur að þá sem komast áfram og þá sem eru á sama stað.

Einhverjir vilja ekki leggja þetta „auka aðeins“ á sig. Það er í góðu lagi og ég skil það vel – margir eiga nóg með sitt. Hins vegar geri ég kröfu til þeirra, sem taka ákvörðun um að framkvæma ekki „auka aðeins,“ að þeir tali ekki niður þá sem framkvæma. Baktal, öfund og afbrýðisemi kemur iðulega frá fólki sem TEKUR ÁKVÖRÐUN um að gera EKKI þetta „auka aðeins meira.“

Ég skal taka dæmi af sjálfri mér.

Þegar ég var unglingur hafði ég mikinn áhuga á því samfélagi sem ég var að alast upp í. Ég tók þátt í að stofna Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs og var fyrsti formaður þess. Ég tók þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins, sem fólst í því að ég ákvað að mæta á flest alla fundi sem voru auglýstir og undir stóð „allir velkomnir.“ Ég ákvað að taka þátt í nemendaráði Menntaskólans á Egilsstöðum. Ég ákvað að taka þátt í starfi JCI Reykjavíkur og stýrði verkefninu Framúrskarandi ungur Íslendingur 2015.

Allt þetta, ásamt svo mörgu öðru hef ég gert í algjöru sjálfboðaliðastarfi. Ég hef ekki fengið krónu borgaða fyrir þessi gefandi verkefni.

Ég hafði áhuga. Ég mætti. Ég sagði „já, ég skal vera með.“ Ég ákvað að leggja þetta „auka aðeins meira“ á mig.

Hvað hef ég grætt á því? Reynslu, kynnst fólki og lykil að öðrum tækifærum.

Næst þegar þú hugsar „þessi hefur fengið þetta fyrir ekki neitt“ eða „ótrúlegt þetta forréttinda pakk sem allt fær fyrir ekkert og er alltaf að trana sér fram,“ þá skaltu stoppa og spyrja: „ætli þessi séu komin á þennan stað vegna þess að hann/hún hefur oft lagt þetta „auka aðeins meira“ á sig?“

Dæmin má yfirfæra á líkamsrækt, menntun, fyrirtækjarekstur, pólitík, sjálfboðaliðastarf og svo margt fleira.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart