Söngvarinn Sverrir Bergmann og tónlistarmaðurinn Halldór Garðar voru gestir í útvarpsþættinum FM95Blö á föstudag. Þar tóku þeir ábreiðu af laginu Shallow úr myndinni A Star Is Born.
Lagið hefur slegið í gegn um allan heim, en það eru Lady Gaga og Bradley Cooper sem syngja það. Lagið er samið af Gaga, Mark Ronson, Anthony Rossomando og Andrew Wyatt, og pródúserað af Gaga og Benjamin Rice.
Lagið fékk Golden Globe sem besta lagið og er tilnefnd til ferna Grammy verðlauna, sem fara fram 10. febrúar, þar á meðal sem besta lagið og besta platan. Lagið er jafnframt uppklappslag Las Vegas sýningar Gaga, Enigma.