fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Fókus

Pétur kynnir sér fasteignamarkaðinn fyrir ungt fólk – „Ég fattaði að ég veit ekkert um viðbótarlífeyrissparnað“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 13:00

Pétur Kiernan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Kiernan, háskólanemi í fjármálaverkfræði og frumkvöðull kynnir sér fasteigna- og leigumarkaðinn í þáttunum ÍBÚÐ sem unnir eru í samstarfi Útvarp 101 og Landsbankann.

Í þeim kynnir Pétur sér íbúðamál ungs fólks, kosti þess að leigja og kaupa, húsnæðissparnað og viðbótarlífeyrissparnað, sem sögð er ein hagstæðasta leiðin til að spara fyrir útborgun í fyrstu fasteign.

Í fyrsta þætti er spurningunni „Á ég að kaupa mér íbúð?“ varpað fram. „Ég bý enn heima hjá foreldrum mínum og er að huga að íbúðarkaupum. Ég fattaði að ég veit ekkert um viðbótarlífeyrissparnað og veit ekkert hvernig það tengist íbúðakaupum,“ segir Pétur.

Pétur spjallar við Ídu Pálsdóttur, starfsmann fataverslunarinnar Húrra Reykjavíkur, en hún hefur verið á leigumarkaði frá árinu 2017. „Maður er auðvitað alltaf að pæla og huga að íbúðakaupum en mig langar líka að flytja erlendis svo það er ekki hvetja mig í að fjárfesta í íbúð.“

Pétur spjallar einnig við parið Níels Thibaus Girerd og Sóleyju Guðmundsdóttur, en þau byrjuðu að búa í ágúst 2018 og leigja saman íbúðarhúsnæði á vegum byggingafélags námsmanna. „Ef við værum að leigja saman á svona staðsetningu, ekki á vegum Byggingarfélags námsmanna, þá þyrftum við líklega að vera fleiri leigja saman eins og fólk er mikið að gera í dag. Maður heyrir af fólki sem er að borga 100.000 krónur á manni í leigu, mér finnst það ótrúlega mikið,“ segir Sóley.

Pétur fer yfir kosti þess að kaupa eða leigja sér íbúð með hagfræðinginn Landsbankans, Ara Skúlason, sér innan handar.

Þáttaseríuna má nálgast í heild sinni á síðu Landsbankans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Öllum er sama nema þú sért sætur eða að deyja, sem betur fer er ég bæði“

Vikan á Instagram – „Öllum er sama nema þú sért sætur eða að deyja, sem betur fer er ég bæði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nonni missti son sinn og ber starfsmann þungum sökum: „Drengurinn fékk fyrstu benzo lyfin á Stuðlum, hjá starfsmanni“

Nonni missti son sinn og ber starfsmann þungum sökum: „Drengurinn fékk fyrstu benzo lyfin á Stuðlum, hjá starfsmanni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hún gjörbreytti lífinu eftir dauðadóminn – Sparkaði eiginmanninum og lifði ævintýralegu kynlífi

Hún gjörbreytti lífinu eftir dauðadóminn – Sparkaði eiginmanninum og lifði ævintýralegu kynlífi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Samstarf Lionshreyfingarinnar og Special Olympics samtakanna

Samstarf Lionshreyfingarinnar og Special Olympics samtakanna
Fókus
Fyrir 6 dögum

Helena er Ungfrú Ísland 2025

Helena er Ungfrú Ísland 2025
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ungfrú Ísland 2025 verður krýnd í kvöld – Þetta eru keppendurnir

Ungfrú Ísland 2025 verður krýnd í kvöld – Þetta eru keppendurnir