fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Ótrúleg breyting á Röggu nagla: Birti mynd af sér fyrir 10 árum – Sjáðu muninn

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira.

Nú gengur áskorun á samfélagsmiðlum þar sem fólk á að birta myndir af sér fyrir 10 árum og síðan í dag.

Naglinn hoppaði á vagninn og gróf upp gamla frá 2009.
Þessi mynd er tekin rétt eftir fitnessmót þar sem Naglinn bætti á sig 15 kg á 3 mánuðum enda var grunnbrennslan í lamasessi eftir óheilbrigða nálgun á mótsundirbúning.
Horaðir snæðingar. Hvítur fiskur. Slefað á þrekstiga.

Hvert einasta atóm af mat varð umsvifalaust fóður fyrir fitufrumur eftir þessa útreið á skrokkinn.

Árið 2009 var sambandið við mat vægast sagt brenglað.

Stífar mataræðisreglur í hávegum hafðar og matseðillinn frá mánudegi til föstudags einhæfari og leiðinlegri en Alþingisumræður um aukningu þorskkvóta.

Þessu meinlætalífi fylgdu óhjákvæmileg ofátsköst á Richterskala á laugardögum.
Lóðrétt í pizzakassann, brauðstangir og aukadýfa og úttroðinn Nammilandspoki í desert.

Það var jú nammidagur og þá telja kaloríur ekki.

Það tók tvö ár að vinna úr lamaðri grunnbrennslu og fá líkamann til að vera samstarfsfús í að losna við fitu og byggja upp vöðva.

Það tók mörg ár og sveitta vinnu að öðlast hugarró í kringum mat og treysta sjálfri sér í kringum ákveðin matvæli.

Í dag borðar Naglinn eftir eðlishvöt og leyfir svengd og seddu að stýra fjölda og stærð máltíða en ekki ytri reglum eða klukkunni.

Nærir sig í núvitund með að borða hægt og njóta matarins.

Í dag eru engin matvæli bönnuð… nema kóríander… og engifer.
Í dag er súkkulaði knúsað reglulega á tungunni í heilagri stund.

Kortér í fertugt er Naglinn í miklu betra líkamlegu formi en fyrir tíu árum.

Planið er að vera í enn betra formi um fimmtugt og rífa ennþá í járn, beygla stangir og hoppa á kassa.

Komdu bara með árin…. Naglinn tekur þeim fagnandi.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina