Það verður sannkölluð hip hop veisla í næsta þætti af DV tónlist en þá mun tónlistar- og listakonan Alvia Islandia koma fram.
Alvia er ögrandi með aðra og skemmtilega nálgun á tónlistina en hún kom eins og stormsveipur inn í íslensku hip hop senuna með plötunni sinni Bubblegum Bitch árið 2016. Í kjölfarið kom platan Elegant Hoe árið 2017 og smáskífurnar Felis Lunar og Tekið mig til í fyrra.
Alvia mun koma fram á S.A.D.* Festivals sem fer fram þann 1 febrúar ásamt rjómanum af íslensku hip hop senunni.
Ítarlegt viðtal við Alviu verður í helgarblaði DV.
DV tónlist er sýndur á slaginu 13.00 á vef DV.is á föstudaginn.