fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Ragga nagli – „Það er enginn þakklátur á dánarbeðinu að hafa hatast út í skrokkinn“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira.

Árið er 2079.
Í fréttum er þetta helst. Berglind Sófusdóttir á Grund fagnaði 100 ára afmæli sínu í dag.

Jæja Berglind. Til hamingju með daginn.
Hverju þakkarðu langlífið?

Að hafa hoppað á nýjan megrunarkúr í hverjum mánuði. Tók alltaf Veganúar, var svo edrú í febrúar … þú veist edrúar. Ketó í mars og löðraði mig í bernes og beikoni til að geta smokrað mér í árshátíðarkjólinn. Fastaði síðan í apríl eins og kaþólikki fram að páskum. Borðaði ekki örðu í sautján tíma á dag. En svo lá ég í Nóa Kroppinu, Þykkvabæjarskrúfum og bjór allt sumarið og bætti alltaf á mig öllum kílóunum aftur. En reddaði því með sykurlausum september. Og bara kjöt í október til að komast í jólakjólinn. Lagðist svo í konfektkassann um jólin en vissi alltaf að janúar væri handan við hornið með nýjan kúr í pokahorninu
Ég þakka fyrir að hafa enst löng ævin að eltast við nýjustu trendin í mataræði í lífslöngum eltingarleik við flatan maga og bil á milli læra.

Hvað ertu þakklátust fyrir í lfíinu?

Er svo glöð að hafa byrjað alla daga að stíga á vigtina og leyft henni að ákvarða lífshamingju dagsins.
Að sama skapi var það dásamlega gefandi að standa löngum stundum fyrir framan spegilinn og hatast út í líkamann. Klipið í hverja húðflygsu og hreytt ónotum í spegilmyndina.
Klætt mig í mussur og leggings til að fela vömbina og lærin til að viðhalda tilfinningunni að ég væri ekki nógu góð. Það skilaði sér í sérstakri daglegri óánægju áratug eftir áratug.

Að hafa eytt mörgum klukkustundum á dag í að bera saman minn líkama saman við líkama fólks úti í heimi á Instagram smurði blóði á tennurnar þegar hungrið sverfði að í kviðnum.

Er svo fegin að hafa eytt miklum tíma í símanum á samfélagsmiðlum frekar en að tala við fjölskylduna mína. Enda náði ég að þróa skjaldbökuháls sem hangir álútur yfir símaskjánum og er með gott safn af siggi á fingrunum að kommenta á myndir.

Að fylgjast með lífi útlendinga sem ég þekkti ekki neitt og hitti aldrei í lífinu en lifðu meira spennandi lífi nærði minnimáttarkennd og óhamingju sem ég dreifði síðan á makann og börnin með ónotum og pirringi. Það gaf mér mikið í lífinu.

Hvað stendur upp úr þegar þú horfir til baka?

Þegar ég horfi yfir lífshlaupið er ég fegin að hafa hafnað góðum stundum í partýjum og út að borða með vinunum því mataræðið leyfði það ekki. Átti svo miklu skemmtilegri stundir alein heima með 150 grömm af kjúklingi og bolla af brokkolí.
Þurfti líka að fara snemma að sofa til að þramma á þrekstiganum í klukkutíma á morgnana.

Eins er ég gríðarlega þakklát að deyja fátæk eftir að hafa eytt lífssparnaðinum í dítox djúsa og duftdollur, rafblöðkumeðferðir og átaksnámskeið, gojiber og möndlumjólk.

Guðrún fagnar afmæli sínu með að bryðja klaka, tyggja grænkál og drekka vatn með Himalaya sjávarsalti.

Það er enginn þakklátur á dánarbeðinu að hafa hatast út í skrokkinn og loggað hverja örðu af mat í símaapp.

Þú fæddist ekki á þessa jörð til að verða minni og mjórri.
Horuð og hungruð.
Þú ert hér til að vera stærri og sterkari.
Betri og bættari.
Snerta sálirnar í kringum þig.
Ylja hjörtunum í samferðarfólkinu.
Elska fólkið þitt.

Lifðu því lífi sem þú vilt þakka fyrir á dánarbeðinu

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina