Handboltahetjan Ólafur Stefánsson er öllum þekktur fyrir afrek sín á vellinum, en í myndbandinu hér sýnir hann á sér nýja hlið.
Nýlega kom bókin Gleymna óskin eftir Ólaf og Kára Gunnarsson teiknara út hjá Storytel, en Ólafur sér um upplesturinn, auk þess að spila á gítar og syngja.
Óskin yndislega dansaði glöð og ánægð í litríkum heimi sem hún hafði skapað sjálf. Hljóð, form, litir og tilfinningar – allt var þetta hennar uppfinning. En svo fann hún fyrir óvæntri tilfinningu. Einsemdinni. Því hvernig finnur maður félagsskap í veröld sem maður hefur sjálfur skapað? Í þessari heillandi og mannbætandi sögu býður Óli Stef upp á óvenjulega bjarta sýn á „veruleikann“ svokallaða og á örugglega eftir að koma mörgum á óvart.
Myndbandið hér að neðan er tekið við upplestur bókarinnar, en þar tekur Ólafur einnig upp gítarinn og syngur.