fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Danska ofurfyrirsætu dreymir um sumarbústað á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helena Christensen er vel þekkt öllum þeim sem hafa fylgst með tískubransanum síðustu ár, en hún er ein þeirra sem bera titilinn „ofurfyrirsæta,“ sem komst í notkun á níunda áratugnum eða fyrr.

Christensen, sem varð fimmtug á jóladag í fyrra, vann fegurðarsamkeppni í Danmörku árið 1986, en fyrir þann tíma var hún byrjuð að taka ljósmyndir.

Í viðtali við Glamour ræðir Christensen ferilinn og fleira. Hún ásamt fjórum öðrum ofurfyrirsætum átti eftirminnilega innkomu í fyrra á tískuvikunni í Mílanó, þegar þær gengu tískupallinn á sýningu Versace, klæddar í gullkjóla og heiðruðu þannig minningu vinar síns, tískuhönnuðarins Gianni Versace.

Tíkusýning Versace Mílanó Ítalíu: Carla Bruni, Claudia Schiffer, Naomi Campbell, Cindy Crawford og Helena Christensen.

Í dag vinnur Christensen við ljósmyndun og samstarfsverkefni við fyrirtæki. Hún á danska móður og föður frá Perú, býr í New York, en fer alltaf til Danmerkur um sumur og jól.

Í viðtalinu talar Christensen um Ísland, sem er einn af uppáhaldsstöðum hennar, þrátt fyrir að hún hafi bara komið hingað einu sinni, og vill hún koma hingað aftur.

„Það er æðislegt, töfrandi og kalt. Ég kom til að fara á tónlistarhátíð og heimsótti auðvitað Bláa lónið sem var frábært. Ég væri til í að fara alein til Íslands einhvern tímann. Eða vinna að myndatöku þar sem ljósmyndari með fullt að töff stelpum. Mig dreymir líka um að leigja lítinn bústað á afskekktum stað og vera þar í nokkrar vikur til að fara í gönguferðir úti í náttúrunni og taka landslagsmyndir.

Viðtalið við Christensen má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna