fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Borgarleikhúsið frumsýnir verk um Bubba – Níu líf Sögur af landi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 14:10

Bubbi Morthens

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarleikhúsið boðaði til fréttamannafundar klukkan 14 í dag þar sem tilkynnt var um verk sem verður frumsýnt á Stóra sviðinu á næsta ári. Fundurinn er einnig í beinni útsendingu, sem horfa má á hér fyrir neðan, og segir tilefnið sæta miklum tíðindum í íslensku menningarlífi.

Tilkynning þessa efnis var send út til fjölmiðla fyrr í dag. Þar segir: „Verkið tengist einum merkasta listamanni þjóðarinnar síðustu ára. Mikil leynd hefur verið yfir þessu verkefni og þess vegna er mikil spenna að kynna þetta í dag.

Níu líf – Sögur af landi er vinnuheiti á nýjum söngleik með lögum Bubba Morthens sem verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins snemma árs 2020. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í dag þar sem Bubbi sjálfur flutti brot úr nokkrum af sínum vinsælli lögum ásamt leikurum Borgarleikhússins.

Ólafur Egill Egilsson skrifar verkið og tengir hann tónlist og texta Bubba við merka atburði í sögu þjóðarinnar síðustu áratugi. ,,Saga og sögur Bubba eru kannski um leið sögur okkar allra, sögur Íslands, frá verbúð til víðáttubrjálæðis, frá blindskerjum til regnbogastræta, hlýrabolum til axlapúða og aftur til baka,” segir Ólafur Egill um verkið.

,,Á þessum tímapunkti hefur ekkert verið ákveðið varðandi leikstjóra, listræna stjórnendur eða leikara. Leikarar sýningarinnar munu flytja lög Bubba. Við munum kynna verkið í upphafi næsta leikárs ásamt öðru því sem verður sýnt á sviðum Borgarleikhússins á leikárinu. Starfsfólk Borgarleikhússins er fullt eftirvæntingar að takast á við þetta verkefni og takast á við nýjar áskoranir og færa leikhúsgestum sögurnar okkar, söngleikinn Níu líf – sögur af landi.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram