Sólborg Guðbrandsdóttir söng- og leikkona hjá Áttuni stofnaði aðfang á Instagram undir nafninu Fávitar. Með stofnun síðunnar vildi Sólborg opna fyrir umræðuna á það að kynferðisleg áreitni sé aldrei í lagi. Bauð hún fólki að senda sér skjáskot af áreiti sem þau hafi lent í og deilir Sólborg þeim opinberlega á síðunni. Á síðunni má sjá fjöldann allan af ljótum skilaboðum sem fólk um land allt hefur fengið sent til sín.
Í gær greindi Sólborg frá því að síðunni að hún ætlaði að taka sér tímabundna pásu.
„Mér fannst nauðsynlegt að kúpla mig út eftir að hafa verið í daglegum samskiptum um ofbeldi og huga að andlegu jafnvægi hjá sjálfri mér. Ég treysti á að þið hin takið slaginn fyrir okkur á meðan. Ég kem aftur einn daginn.“
https://www.instagram.com/p/BsboHFGAxuu/?utm_source=ig_embed&utm_medium=loading
„Þetta eru samskipti sem fólk gæti ekki ímyndað sér að væru að eiga sér stað. Þetta er allt frá óumbeðnum typpamyndum til hótanna um nauðganir,“ sagði Sólborg í söfnunarþætti Stígamóta, Allir krakkar. Sagði hún að vandamálið væri orðið það rótgróið í samfélaginu að fólk væri farið að líta á það sem norm. Það væri mikilvægt að gera sér grein fyrir því hversu stórt vandamál þetta væri.