Valkostirnir sem settir voru fram í greinargerð forsætisráðuneytisins um breytingar á klukkunni hafa vakið mikla athygli í dag. Ein tillagan snýr að því að breyta ekki klukkunni en að hvetja almenning með fræðslu til að fara fyrr að sofa.
Sjá einnig: Forsætisráðuneytið íhugar að hvetja fullorðið fólk til að fara fyrr að sofa
Margir á samfélagsmiðlum í dag hafa komið með háðsglósur og velt fyrir sér hvernig fræðslu ríkið mun bjóða upp á til að fá landsmenn til að fara á réttum tíma í háttinn.
Meðal þess er eftirfarandi tíst um auglýsingu frá Háttatímastofu, það skal tekið fram að Háttatímastofa er ekki raunverulegt fyrirbæri, a.m.k. ekki enn:
Flott auglýsingin frá Háttatímastofu í Frbl í morgun. Ég veit hvað ég ætla að gera í kvöld! pic.twitter.com/e9T6mvIqNw
— Jón Benediktsson (@jonbenediktsson) January 10, 2019
Hér má líka sjá háðslega skýringarmynd á hverju breyting á klukkunni skilar þegar skammdegið er hvað mest: