Læknirinn og fyrirlesarinn Una Emilsdóttir vill vekja athygli á að dags daglega erum við að nota eiturefni, í matvöru, snyrtivöru og öðru, sem við höfum ekki hugmynd um að eru að valda okkur skaða.
„Efni sem við erum ekkert endilega að velta fyrir okkur, maður vill bara vara fólk við því að treysta öllum vörum sem eru á markaðinum.“
Una er ein af 8 fyrirlesurum sem koma fram á Bara það besta 2019 í Hörpu næsta laugardag. Þar deila þau eigin reynslu og ráðum um að ná árangri, setja sér markmið og finna hamingjuna.