Í kvöld fer fræðslukvöld fram í Bæjarbíói Hafnarfirði þar sem sex einstaklingar deila reynslu sinni, fræðslu, fróðleik og aðferðum sem líklegar eru til að skila árangri á vegferð okkar í átt að auknum vexti og vellíðan!
Dagskráin byrjar kl. 19.45 og stendur til kl. 22.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Fræðsla, innsýn og hvatning tengd auknum vexti og vellíðan í eigin lífi og lífi fjölskyldunnar. Hvað er gott að hafa í huga? Hverju langar þig að breyta? Hvernig getum við komist í betri tengsl við okkur sjálf og fundið hvernig við getum orðið betri útgáfa af okkur sjálfum? Þátttakendur fara heim með efni, dæmi um aðferðir og hvetjandi reynslusögur sem segja okkur að svo margt er hægt ef vilji er fyrir hendi, sjálfstraustið í lagi og markmiðin skýr segir í Facebook viðburði kvöldsins.
Verkefnið er lið í heilsueflingu Hafnfirðinga og talar í takt við þá heilsustefnu sem sveitarfélagið mótaði 2016. Eitt af þremur yfirmarkmiðum heilsustefnu er að efla vellíðan íbúa. Lesa má heilsustefnu Hafnarfjarðar hér.
Á meðal þeirra sem koma fram eru:
Ylfa Edith Jakobsdóttir Fenger: ACC markþjálfi, mannauðs-og stjórnendaráðgjafi hjá Nolta ehf. Ylfa er einnig fyrirlesari, lóðs og heldur vinnustofur um málefni sem eru henni hugleikin m.a. byggð á jákvæðri sálfræði s.s. styrkleika, þrautseigju, hágæða og hugrökk samskipti, örsamtöl, vöxt og vellíðan. Ylfa leggur ríka áherslu á aukna mannúð á vinnustöðum. Ylfa var áður mannauðsstjóri hjá Marel í um 15 ár. Hún er með MA í vinnu- og fyrirtækjasálfræði og BA í uppeldis-og menntunarfræði.
Lífsmottó: Vertu þú sjálf(ur) því allir aðrir eru fráteknir
Heiti á erindum: Stýring kvöldstundar. Farsæl markmið – skilaboðin frá þér til þín. Samantekt og skilaboð til þátttakenda
Lífsmottó: Hlutirnir hafa afgerandi tilhneigingu til að reddast
Heiti á erindi: Hlutirnir hafa afgerandi tilhneigingu til að reddast
Lífsmottó: Besta leiðin til að fækka óvinum er að gera þá að vinum.
Heiti á erindi: Breyttar lífsáherslur með jákvæðnina að vopni