Þrándur Þórarinsson vakti mikla athygli fyrir Klausturfokk, málverk þar sem hann túlkaði Klausturmálið á sinn einstaka og ögrandi hátt.
Á olíumálverkinu, sem Þrándur skýrði Klausturfokk, má sjá þingmennina sem sátu að sumbli á barnum Klaustur í nóvember með afleiðingum sem öll þjóðin ætti að vita um.
Málverkið seldist um leið og Þrándur birti mynd af því á netinu. Og kaupandinn heppni er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður, sem borgaði hálfa milljón fyrir verkið.
Klausturfokk fæst sem eftirprent á 3.900 kr. hjá muses.is, stærðin er 30 x 37 sm.