fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Sigga Dögg hætt að nota brjóstahaldara – „Geirvörtur móðga ekki fólk, fólk móðgar fólk“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg kynfræðingur sagði frá því á Instagram í dag að hún væri hætt að ganga um í brjóstahaldara, en hún hafi áttað sig á hversu gott það væri eftir strandarferð á Spáni í sumar.

Í færslunni skrifar Sigga Dögg að hún hafi verið stödd á ströndinni á Tenerife og sundfötin eitthvað að valda henni óþægindum. Kona hafi gengið framhjá henni, ber að ofan og hafi Sigga Dögg í kjölfarið hugsað hvað í fjandanum hún væri að gera í lífinu.

„Þarf ég að bíða þar til verð gömul til að vera sátt í eigin líkama? Af því að ég er hrædd um að:
a) móðga einhvern með líkama mínum sem er ekki „sundfata-tilbúinn“
b) vera álitin kynvera af einhverjum (eða ekki)
c) vera líkamssmánuð
d) móðga fjölskyldu mína
eða
e) minna mig mig á að fallegu brjóstin sem ég var einu sinni hafa verið sogin í burtu og ekki hæf til sýnis

Ég valdi ekkert af þessu. Ekki það að ég hafi ekki sýnt á mér brjóstin áður, bæði við brjóstagjöf eða í partýum, þannig að þetta er ekkert mál fyrir mig.“

Keypti sundskýlu fyrir karlmann

„Ég hljóp í næstu búð og skoðaði sundskýlur. Fyrir menn. Það stóð á skiltinu: Fyrir menn. Ég fann þá ódýrustu og prófaði hana og viti menn, þær fóru yfir rassinn minn og magann og þær voru með vasa sem lokaðist! með rennilás meira að segja.“

Eftir þetta atvik ákvað Sigga Dögg að hætta að ganga um í brjóstahaldara alls staðar nema í íslenskum sundlaugum. „En fyrir daglegar athafnir og fara fínt út, þá mun ekkert halda aftur af brjóstunum mínum.“

„Geirvörtur móðga ekki fólk, fólk móðgar fólk. Frelsaðu geirvörtuna elskan – þú átt það skilið og það er fokking geggjað!“

https://www.instagram.com/p/BsX_oOHAmRS/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“