fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Malín um unnustann – „Það er stundum fyndið þegar fólk spyr hvort við séum feðgin“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Malín Brand er 37 ára og hefur þrátt fyrir ungan aldur upplifað meira á ævinni en margur annar. Hún var alin upp við stranga trú Votta Jehóva og þekkti ekki jól, afmæli eða annað slíkt í æsku og á unglingsárum og giftist ung manni sömu trúar. Í dag er hún nýlega trúlofuð ástinni í lífi sínu og komin í draumastörfin með kærleika og endurvinnslu að vopni.

Í viðtali við blaðamann DV ræðir Malín uppeldið og trúna, atvikið sem umturnaði lífi hennar, bíladelluna, Parkinson-sjúkdóminn, sem hún greindist með í fyrra og ástríðuna fyrir nýjum verkefnum og áskorunum.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Malín kynntist unnusta sínum í gegnum bílasportið. „Ég og Þórður kynntumst árið 2014 og erum búin að vera saman í eitt ár. Hann er töluvert eldri en ég, 16 árum.“

Er aldursmunurinn ekkert vesen?

„Nei, alls ekki. Doddi er ekkert karlalegur og ég pæli ekkert í þessu. En það er stundum fyndið þegar fólk spyr hvort við séum feðgin. Það hefur ekki gerst oft, en fólk verður mjög vandræðalegt.“

Parið trúlofaði sig núna um jólin. Malín á einn son, Óðinn, sem er tíu ára, og Doddi á þrjú börn, öll rúmlega tvítug, og býr miðjusonurinn hjá þeim. Aðspurð hvort það sé erfitt að vera orðin stjúpmamma fullorðinna barna, segist Malín ekki líta á sig sem stjúpmóður þeirra, en allir séu sáttir og samrýndir.

Bílar eru fjölskyldusportið. Bragi, sonur Dodda, sem býr hjá þeim gerir Mótorsportþættina fyrir RÚV. „Þannig að á sumrin erum við öll saman, við að keppa og hann að taka upp. Þegar við erum ekki að keppa, erum við öll í torfærunni: ég að mynda, Bragi að kvikmynda og Doddi tekur einnig myndir fyrir vefinn okkar. Bragi gerir einnig þætti fyrir erlendan markað.“

Eldri sonur Dodda er bílasmiður og það er því nokkuð ljóst að bílar eru fjölskylduáhugamálið. „Við Óðinn erum í góðum málum, hann er líka mikill bílakarl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár