fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Áramótaráð Margrétar Maack – „Ég ætla að nýta samfélagsmiðla og fylgja fólki sem ég lít upp til og lætur mér líða vel“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 14:00

Margrét Maack. Mynd: Oddvar Hjartarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Erla Maack, danskennari í Kramhúsinu, er eins og margir tilbúin í nýtt ár og er búin að setja sér áramótaheit, sem eru ekki þessi klassísku sem mörg okkar setja um betra skipulag, færri kíló, fleiri fjöll og svo mætti lengi telja.
Ráðin hennar Margrétar stuðla öll að jákvæðari líkamsímynd og léttari lund, 12 ráð sem við getum öll léttilega tileinkað okkur.
 
„Við lifðum af hátíðarnar og nú stöndum við frammi fyrir holskeflu auglýsinga á borð við „Nýtt ár – NÝTT ÞÚ,“ segir Margrét, sem er löngu orðin landsþekkt sem vinsæll veislustjóri, dansari, danskennari, plötusnúður og spurningahöfundur. Hún hefur einnig stýrt leiksýningunni Reykjavík kabarett við miklar vinsældir og sýnt „burlesque“ dans bæði hér heima og erlendis. Dansnámskeiðin hennar í Kramhúsinu hafa jafnan verið vinsæl og er þegar uppselt á þau tvö fyrstu.
Mynd: Gunnlöð Rúnarsdóttir
 
Margrét er talskona jákvæðrar líkamsímyndar og eru áramótaheitin tólf sem hér fara á eftir öll í takt við það.
 
„Að forðast megrunar- og skvaptapsauglýsingar svo ekki sé minnst á dómhörku fjölskyldumeðlima, kunningja og ekki síst okkar sjálfra getur verið krefjandi í upphafi nýs árs, svo hér eru nokkur verkfæri í átt að jákvæðari líkamsímynd á árinu 2019.“
Fyrstu tíu áramótaheitin þýddi Margrét og staðfærði frá lista Freya West:
1. Líðan mín er meira virði en útlitið. Góður matur er matur sem nærir mig og gleður. Ég vel mér hreyfingu sem lætur mér líða betur, hjálpar mér að fá útrás, veitir mér gleði, jafnvel félagsskap eða einfaldlega „tími fyrir mig.“
2. Ég mun setja mér líkamsræktarmarkmið sem eru ótengd útliti, til dæmis að hlaupa ákveðna vegalengd hraðar en áður, lyfta þyngra og svo framvegis. Ég mun fara vel með líkama minn og rækta hann til að ná þessum markmiðum sem ég set mér í gleði og metnaði, en ekki rækta líkamann til að refsa honum.
3. Ég ætla að hlusta á líkama minn þegar hann þarf að slaka á og hvílast, og hvetja fólk í kringum mig til þess sama. Slökun er líka líkamsrækt.
4. Ég ætla að hætta að nota gildishlaðin orð um mat. Matur er ekki syndum hlaðinn, og sömuleiðis ætti neysla mín á honum ekki að vera það. Ég borða þegar ég finn fyrir hungri og borða til að ná markmiðum mínum og koma vel fram við líkama minn, vin minn, og muna að mataræði er líka líkamsrækt.
5. Ég ætla að hætta að láta eftirfarandi tölur til að draga mig niður og dæma mig: Fatastærð, þyngd eða ummál. Ég er meira virði en allt þetta til samans og á meira skilið.
6. Ég ætla að finna mér fatastíl sem lætur mér líða vel. Ég ætla ekki að falla í neyslugildru, heldur kaupa færri föt og einbeita mér að því að finna uppáhaldsföt sem eru klassísk, vel gerð í góðum sniðum og ekki elta tískubylgjur. Ég ætla að fjarlægja og gefa föt sem ég passa ekki í eða láta mér líða illa. Ég mun velja föt sem mér líður vel í og klæðast því sem mér sýnist.
7. Ég verð á varðbergi gagnvart skyndi- og töfralausnum. Ég ætla að muna að allar auglýsingamyndir hafa teymi af fagfólki til að láta fólk líta svona út. Ekki einu sinni ofurfyrirsætur líta út eins og ofurfyrirsætur alla daga. Ég get ekki komið í veg fyrir að sjá auglýsingar, en ég get tekið ákvörðun um hvaða áhrif þær hafa á mig. Svo er ótrúlega skemmtileg fróun fólgin í að ýta á hide ad – og merkja svo við „does not apply to me.“
8. Ég ætla að finna mér eða koma auga á það mennska stoðkerfi sem er í kringum mig. Ég veit að ég þarf á vinum að halda og þeir á mér. Ég lofa að hvetja vini mína og treysti á að þeir geri slíkt hið sama fyrir mig. Þessu tengt ætla ég að hrósa fólki meira – með áherslu á hrós sem tengjast útliti alls ekki neitt.
9. Ég og fólkið í kringum mig ætlum að tala af virðingu um fólk, sérstaklega þegar umræðan snýst um holdarfar á hvaða hátt sem er. Ég mun benda á þegar líkamssmánun á sér stað, og mun ekki taka þátt í henni, ekki einu sinni þegar um stjórnmálafólk sem mér er illa við á í hlut! Ég ætla að reyna að koma í veg fyrir það að fólk tali illa um líkama, hvort sem það er þeirra eigin eða annara, og ég ætla að byrja á því að tala ekki af lítilsvirðingu um minn eigin líkama.
10. Ég ætla ekki að láta þyngd mína eða útlit stjórna hvenær eða hvort ég geri eitthvað, heldur „af því að mig langar – núna“ eða „þetta verður gaman og mun láta mér líða vel.“ Ég ætla ekki að bíða með hluti þangað til að „eftir að ég missi X kíló.“ Ég ætla að lifa lífinu núna, og það geri ég í líkamanum sem ég er í núna.
Bætir Margrét svo við tveimur áramótaráðum frá eigin brjósti:
11. Ég ætla ekki að tala niður til líkama míns, sérstaklega í návist fólks sem lítur upp til mín eða þykir vænt um mig, og ég ætla að passa mig sérstaklega í kringum börn.
12. Ég ætla að nýta samfélagsmiðla og fylgja fólki sem ég lít upp til og lætur mér líða vel. Ég ætla að hætta að elta þá sem láta mér líða illa eða eins og ég sé ekki nógu góð manneskja.
Gangi ykkur vel, ég held með ykkur í þessu, og gleðilegt át nei ég meina ár!
Dans í Kramhúsinu
Mynd: G Svendsen.
 
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“