Golden Globes verðlaunahátíðin fer fram í 76. skipti í Los Angeles í kvöld og hefst hún klukkan eitt eftir miðnætti að íslenskum tíma.
Að vanda er fjöldi verðlaunaflokka bæði kvikmynda og sjónvarpsþátta, en það er kvikmyndin Vice sem hefur vinninginn í fjölda tilnefninga, sex talsins. Myndin fjallar um um stjórnmálaferil Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna.
Stjörnurnar eru að sjálfsögðu löngu byrjaðar að hafa sig til í sitt fínasta púss, og hafa deilt myndum á samfélagsmiðla af undirbúningnum.
Sandra Oh er annar aðalkynnir kvöldsins, en hún er þekktust fyrir hlutverk sitt í Grey´s Anatomy.
Hinn helmingurinn, Andy Samberg, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttununum Brooklyn Nine Nine, sýndi frá undirbúningnum fyrir útsendinguna.
Kristen Bell er tilnefnd fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum The Good Place
https://www.instagram.com/p/BsTq8Lbj5Ok/?utm_source=ig_embed
https://www.instagram.com/p/BsTmd3tj4j3/?utm_source=ig_embed
Alex Borstein sem leikur eitt aðalhlutverka þáttanna The Marvelous Mrs. Maisel deildi þessari skemmtilegu mynd.
https://www.instagram.com/p/BsTh6bSh0e3/?utm_source=ig_embed
Catherine Zeta-Jones er ein af kynnum kvöldsins.
Octavia Spencer er greinilega spennt fyrir sætaskipuninni (við erum það líka! Hæ Viggo)
https://www.instagram.com/p/BsTOOJjF33D/?utm_source=ig_embed
Jamie Lee Curtis er einn af kynnum kvöldsins og sýndi frá æfingu.
https://www.instagram.com/p/BsRVl46nU0w/?utm_source=ig_embed
Hin bráðskemmtilega Megan Mullaly úr sjónvarpsþáttunum Will & Grace er byrjuð að græja sig.
https://www.instagram.com/p/BsTvDBIhFPB/?utm_source=ig_embed