Jólin eru greinilega tími ástarinnar og mörg pör nota hátíðina til að staðfesta samband sitt með trúlofun, giftingu, já, eða bara með því að opinbera sambandið á samfélagsmiðlum.
Söngkonan og skemmtikrafturinn Bryndís Ásmundsdóttir er gengin út, en Bryndís er landsþekkt sem holdgervingur Tinu Turner í mörgum sýningum í gegnum árin. Sá lukkulegi er Karl Magnús Gústafsson.
Bryndís á þrjú börn úr fyrri samböndum og varði nýja parið jólum og áramótum saman. Framtíðin er björt hjá parinu sem geislar af hamingju.