Jólin eru greinilega tími ástarinnar og mörg pör nota hátíðina til að staðfesta samband sitt með trúlofun, giftingu, já, eða bara með því að opinbera sambandið á samfélagsmiðlum.
Baráttukonan, Sema Erla Serdar, og stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, er gengin út. Sá lukkulegi er Bjarki Þór Magnússon, en Sema Erla birti mynd af þeim á Facebook um jólin.
Bjarki Þór starfar samkvæmt heimildum DV sem barþjónn á skemmtistaðnum Ölver. Átök Semu Erlu og Margrétar Friðriksdóttir á þeim skemmtistað komust í fréttir í fyrra, þegar hvor um sig bar sakaði hina um að hafa lagt á sig hendur, eftir að Margréti hafði verið vísað út af staðnum.