fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Einstakt og listrænt bókaheimili í miðri Los Angeles

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innanhússhönnuðurinn Gabrielle Aker og eiginmaður hennar, Zack, hafa komið sér dásamlega fyrir í íbúð sinni í miðbæ Los Angeles. Íbúðin sem er í vöruhúsi er 83 fm, björt og opin með hráum múrsteinsveggjum, stáli og steingólfum.

Falleg húsgögn, bókahillur stútfullar af bókum og abstrakt listaverk eftir Aker sjálfa, sem hangir yfir hjónarúminu eru á meðal þess sem prýðir íbúðina. Plöntur auka á mýktina og náttúrulegt umhverfið og passa vel við birtuna sem flæðir inn um stóra gluggana.

„Ég tel að ást mín á menningu Los Angeles hafi haft áhrif á ást mína á plöntum og náttúrulegu umhverfi. Mér finnst mikilvægt að færa náttúruna inn á heimilið, sérstaklega þar sem við búum þar sem er ekki mikið af opnum grænum svæðum,“ segir Akar, sem telur að það að hirða um plönturnar tengi hana meira við nátturuna.

„Menningin hefur líka haft áhrif á að ég elska hvíta litinn. Hraðinn í borginni veldur því að hvítir veggir og hvítt heimili skapa kyrrð í rýminu.“

Íbúðin í hnotskurn

Stíllinn okkar: Alhliða, nútímalegur, listrænn.

Áhrifavaldar: Náttúran, tíska, listir.

Uppáhalds á heimilinu: Greina „ljósakrónan“ sem Aker gerði sem hangir yfir borðstofuborðinu.

Stærsta áskorunin: Að finna út hvernig á að raða í rými sem hefur ekki veggi og að vera sátt við skipulagið þegar við viljum stöðugt vera að breyta til.

Hvað segja vinirnir: Íbúðin er einstök og töfrandi.

Mestu vandræðin: Snúrufjöldinn sem við erum með, sem ég er alltaf að reyna að fela. Ég hata snúrur.

Besta DIY: Bókasafnsveggurinn sem Zack smíðaði og fyllti með 1000 alvöru bókum og greina „ljósakrónan“ mín sem er yfir borðstofuborðinu.

Hvað leyfirðu þér að eyða í?: Fyrir utan föt? Ég hef ekki efni á leyfa mér eitthvað stórt, en ef svo væri, þá væri það eitthvað einstakt listaverk, sem ég vona að ég geti safnað á ævi minni.

Besta ráðið: Besta ráðið sem ég get gefið öðrum er að velja hluti sem viðkomandi elskar jafnvel þó þeir séu ekkert í tísku, því þannig verður heimilið einstakt. Á tíma samfélagsmiðla sem valda því að það skortir sérstöðu á heimilum og í hönnun fólks, þá fyllist ég af hrifningu þegar ég geng inn í rými sem er algjörlega einstakt og persónulegt. Hannaðu líka fyrir rýmið sem þú hefur. Stundum ertu hrifinn af einhverju en það passar ekki við stílinn á þínu heimili og því betra að bíða með að kaupa þann hlut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað