Einkaþjálfarinn Egill Einarsson, eða Gillz eins og hann er best þekktur, hefur lengi verið ímynd hreystinnar, en hann starfar í Sporthúsinu.
Í tilefni nýs árs birti hann góð ráð fyrir heilsuna á Twitter, sem sjá má hér fyrir neðan. Ráðin eru raunhæf og klassísk, og svo sem ekkert þarna sem við vitum ekki flestöll, en aldrei er góð visa of oft kveðin. Sérstaklega í byrjun árs, þegar margir hyggjast taka heilsuna í gegn.
Heilsuárið 2019:
– ekki borða 3 klst fyrir svefn
– sofðu í 8 klst
– fastaðu í 14klst eftir kvöldmat
– rífðu í járn lágmark 3x í viku
– drekktu meira af vatni, minna af öðru
– segðu bless við jurtaoliur, sykur, brauð, morgunkorn
– taktu 30 mín hreyfingu utandyra daglegaÁrið??
— Egill Einarsson (@EgillGillz) December 31, 2018