Grínistarnir Gunnjón Gestsson og Orri Snær Karlsson halda úti YouTube rásinni Subbuverið, þar sem kennir ýmissa grasa. Það nýjasta er Subbuskaupið, þar sem farið er yfir liðið ár, líkt og í hinu árlega Áramótaskaupi, en að sögn félaganna með viðbjóðinn að vopni. Á meðal þess sem tekið er fyrir er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, góða fólkið og virkir í athugasemdum.
„Subbuskaupið svipar mjög til venjulegs skaups nema það er mun styttra, með meiri viðbjóði og lítur yfir fréttir ársins í gegnum gróteskan óræðisfilter. Með 8 sketsa á 5 mínútum er óhætt að segja að Subbuskaupið sé hrátt og hratt og sprauti gríninu beint í æð.“
Subbuskaupið og allt efni Subbuversins (þar á meðal nasldramað Orri snakkar) má finna á YouTube rás þeirra.