fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Elín Kára –„Hamingja á tímamótum“

Elín Kára
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun desember setti ég mér nokkur markmið. Ég hef ekki horft á þau síðan ég setti þau í loftið. Það er svo gaman að fara yfir það hvernig mér gekk. Kíkjum aðeins á þetta:

  • Haga mér þannig í áti og lifnaði að mér líði vel þegar janúar 2019 kemur. – Já, mér tókst þetta svo sannarlega 2019 er á morgun og mér gæti ekki liðið betur!
  • Borða einungis 1.900 – 2.000 hitaeiningar á dag. Já, ég mun vigta allan mat sem ég borða! Það er ekkert eðlilegt að borða um 2.500-3.500 hitaeiningar í heilan mánuð, bara vegna þess að það eru að koma jól. – Ég náði þessu svona sirka. Aðfangadagur, Jóladagur og annar í jólum voru stórir en allir aðrir voru mjög venjulegir.
  • Fara út í gönguferð alla rauða daga og frídaga. – Náði þessu alla daga nema einn Vel gert!
  • Vera alltaf með vel hugsaðan innkaupalista þegar ég fer í matvörubúð og kaupa einungis eftir honum. – Ég gerði þetta en ég keypti aðeins umfram listann. Sem er allt í lagi, því ég hef ekki verið að henda neinum mat. Svo það var „í lagi.“
  • Eyða sem mestum tíma heima með börnunum mínum og eiginmanni í staðinn fyrir í verslunum. Það er búin að vera brjáluð vinnutörn núna á haustmánuðum að þau eiga skilið að fá tíma með mér. Lesa bækur fyrir börnin, föndur, mála, leira og leika sér verður það sem ég ætla gera í mínum frítíma. – Ég hef svo sannarlega verið að leika við börnin og það er búið að vera svo gaman. Við höfum ekki leirað en við erum sko búin að fara í ansi marga „eldhúsleiki“ í leikfangaeldhúsinu.
  • Jólakort verða farin í póst fyrir 12.des. – Jájá, Siggi sá um þetta
  • Ekkert reykt eða saltað! Mér finnst þetta góður matur en mér líður ekki vel af honum. Í ár verður ekkert reykt né saltað á mínum borðum. Jólaandinn kemur ekki með þrútnum puttum og magaverk. – Já, það hefur ekkert reykt né saltað verið á mínum borðum og það komu samt æðisleg jól. Ég held að ég sleppi brúnuðum kartöflum næst. Það er algjör steypa að maka sykri utan um kartöflur og telja það veislumat.
  • Brosa já, ég ætla að reyna brosa eins mikið og ég get í desember. Enda skemmtilegur mánuður, tónlist út um allt og kærleikurinn er út um allt. – ég missti brosið niður nokkra daga fyrir jól, því ég var svo svefnlaus. Við hjónin erum að koma svefnrútínu á litla strákinn okkar, það er allt að koma og brosið allt eftir því. Jesús minn hvað svefn er MIKILVÆGUR!!! Það er nákvæmlega EKKERT töff við það að sofa lítið.

Nýtt ár framundan – hvernig verður það?

Áður en ég eignaðist mann og börn þá fannst mér nýjársdagur með leiðinlegri dögum sem ég vissi um. Það var kalt, þynnkan var yfirþyrmandi og ég fann fyrir mjög miklu tómarúmi í lífinu. Nú var eitthvað nýtt ár að byrja og ég fann ekki beint gleðina í því. Ég var á nákvæmlega sama stað ár eftir ár, aftur og aftur – sitjandi í stofunni heima að horfa út um stofugluggann og sjá fátt spennandi við nýtt ár því síðasta ár gekk ekki svo vel hjá mér.

Einhverra hluta vegna sá ég bara það sem miður fór á árinu á þessum tímamótum. Ég sá ekki allt það sem ég gerði skemmtilegt og allt það sem ég kláraði eða afrekaði á árinu – sem var nú alltaf eitthvað því ég hef ekki setið auðum höndum. En einhverra hluta vegna fann ég ekki gleðina á þessum tímamótum þó ég væri almennt mjög glöð mest allt árið.

Finna hamingjuna í tímamótum

Fyrir fimm árum síðan setti ég mér það að drekka ekki á gamlárskvöld. Það er glatað að fara inn í nýtt ár þunnur og ryðgaður! Ég finn ekki hamingjuna í drykkju og þess vegna hætti ég að drekka. Við þá ákvörðun finnst mér bæði gamlársdagur og sérstaklega nýjársdagur miklu skemmtilegri dagar.

Annað sem ég hef gert, er að setjast nokkrum sinnum niður síðustu dagana fyrir áramótin og fara yfir markmiðin sem ég setti mér síðast. Endurskoðað þau. Leyft mér að flakka um í huganum og finna djúpa löngun fyrir því sem mig langar að gera á nýju ári. Þetta er eitthvað sem allir geta gert; setjast niður í næði með blað og penna, markmiðin síðan í fyrra og búa til ný fyrir komandi ár.

Þegar ég byrjaði á þessu þá hef ég elskað nýjársdag. Hugarfarið hefur breyst svo mikið og vellíðan eftir því. Í dag er þetta uppáhaldsdagurinn minn.

Nýtt ár – ný tækifæri – nýtt upphaf.

Vakna fersk, borða góðan morgunmat með fjölskyldunni. Fara út og hreyfa sig og leika sér. Fara aðeins betur yfir langtímamarkmiðin fyrir árið og finna orkuna í tímamótunum sem áramót eru. Já gott fólk – þetta er besti dagurinn á árinu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“