fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Kristinn Jens Sigurþórsson prestur – „Eiturlyf spyrja ekki um stétt eða stöðu, heimilisaðstæður eða greindarvísitölu“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. september 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Jens Sigurþórsson sóknarprestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd kynnti Minningarsjóð Einars Darra fyrir prestum, djáknum og guðfræðingum, sem sóttu fyrirlestra um prédikun og nýja testamentið, í Langholtskirkju fyrir helgi. „Stuttu áður var ég búinn að kynna sjóðinn lauslega fyrir kirkjuráði þjóðkirkjunnar og afhenda fulltrúum þess armbönd.“

Minningarsjóðurinn var stofnaður í sumar af foreldrum, systkinum og aðstandendum Einars Darra Óskarssonar, en hann lést einungis 18 ára að aldri eftir að hafa tekið inn svokallað læknadóp sem því miður er farið að höggva stór skörð í raðir ungmenna víða í hinum vestræna heimi.

Í færslu sem Kristinn Jens skrifar á Facebook og birtir með mynd af félögum sínum á fyrirlestrinum, segir hann að það geri ekkert til þó að myndin sé ekki í fókus. Það sem skipti máli sé málefnið.

Einar Darri var fermingarsonur Kristins Jens. „Ég minnist hans sem mikils efnispilts og hæfileikamanns sem einstaklega gaman var að kynnast og tala við um lífið og tilveruna. Eiturlyfin fara hins vegar ekki í manngreinarálit. Þau spyrja ekki um stétt eða stöðu, heimilisaðstæður eða greindarvísitölu. Fyrir þeim eru allir jafnir og þau mæta öllum með sínum afdráttarlausa hætti,“ segir Kristinn Jens.

Minningarsjóður Einars Darra (MED) er rekinn af einstaklega hugmyndaríku atorkufólki, sem ég held að hafi nú þegar áorkað töluvert miklu. Umræðan um þann vágest, sem lyfin eru, er mun meiri en áður og miklu opnari. Margir eru að vakna til vitundar um þá skaðlegu unglingamenningu sem hefur verið leyft að þrífast óáreittri allt of lengi. Margir eru að átta sig á því að þetta málefni snertir í rauninni alla. Og margir eru að átta sig á að þeir geta lagt ýmislegt af mörkum þó í smáu kunni að vera.

Tilgangurinn með MED er að vinna að forvörnum og vekja fólk til vitundar. Með það markmið í huga er MED farinn að huga að gerð námsefnis fyrir efstu bekki grunnskóla og skipuleggja heimsóknir í framhaldsskóla. Sjálfur hef ég sett fram þá hugmynd að MED komi inn í fermingarfræðslu landsmanna og þá ekki bara þeirrar sem fram fer á vegum kristinna trúfélaga heldur allra lífsskoðunarfélaga. Guð láti á gott vita.

Finna má allar upplýsingar um Minningarsjóð Einars Darra hér, en heimasíða sjóðsins er í vinnslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna