fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Ekki er Ellý að líkjast – Skemmtileg prentvilla

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. september 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prentvillupúkinn skemmtir sér víða og í dagskrá Jazzhátíðar Reykjavíkur sem fram fer dagana 5. – 9. september næstkomandi hefur hann komið sér makindalega fyrir á bls. 10.

Þar eru auglýstir tónleikar Katrínar Halldóru & Arctic Swing 5tet sem fram fara á Grand hótel á laugardaginn kl. 13.

Athugulir lesendur sjá að í stað söngkonunnar ástsælu Ellýjar Vilhjálmsdóttur, er komin nafna hennar Ellý Ármanns, sem er þekkt fyrir allt annað en söng (reyndar veit blaðamaður ekki hvort hún heldur lagi). Ellý Ármanns hefur hins vegar getið sér gott orð í fjölmiðlum, auk þess sem hún málar myndir af gríð og erg og er byrjuð að kenna líkamsrækt í Reebok fitness.

Það er þó engu um það logið að leikkonan Katrín Halldóra sló og slær enn eftirminnilega í gegn í hlutverki sínu sem Ellý dóttir Vilhjálms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“