fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fókus

Vigdís Finnbogadóttir lagði orð í belg á málþingi um vímuefnavarnir – „Það tilheyrir lífslistinni að kunna að velja og að kunna að hafna“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. september 2018 15:00

Frú Vigdís Finnbogadóttir var gestur á fyrsta þinginu og flutti ávarp

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardag fór málþingið Allsgáð æska – vímuefnaforvarnir og valdefling foreldra fram í Veröld húsi Vigdísar Finnbogadóttur.

Málþingið var hið fyrsta í röðinni helgað þessu mikilvæga málefni, sem nokkur félagasamtök og stofnanir standa að sameiginlega, en að skipulagningu þessa málþings komu fulltrúar IOGT á Íslandi, Olnbogabarna og Vímulausrar æsku.

Næsta málþing um sama efni verður haldið í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti mánudaginn 8. október kl. 17-19.

Vigdís Finnbogadóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Ljósmynd: DV/Hanna

Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti var heiðursgestur og tók hún til máls í lok þingsins. Sagðist hún hafa verið bundin annarsstaðar og ætlað að fara í burtu áður en málþinginu lauk, en hugsað svo „Nei ég fer ekki neitt.“

„Varðandi skólana langar mig að varpa fram þeirri spurningu eða þeim hugmyndum að það sé meira gert í skólum en nú er gert,“ sagði Vigdís í ávarpi sínu.

„Við eigum ljómandi menntamálaráðherra og ég legg til að það sé sett saman nefnd í framhaldi af þessum fundi sem gangi á fund menntamálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur og reifi þessar hugmyndir. Og það sé hafður sérstakur tími í öllum skólum sem kynnir þessi málefni og varar við, viðvörunartími. Ekki lífsleikni þar sem ég vil láta kenna heimsspeki.

Það tilheyrir lífslistinni að kunna að lifa og kunna að hafna því sem ekki er augnabliksánægja.

Þakka ykkur enn innilega fyrir. Því miður er ég ekki með fjármuni til að kaupa öll þessi armbönd. En áfram, áfram hiklaust og gangið á fund Lilju.“

Ljósmynd: DV/Hanna
Ljósmynd: DV/Hanna

Fundarstjórar voru Aðalsteinn Gunnarsson, Sigrún Vatnsdal Bjarnadóttir og Sigurður Magnason. Erindi fluttu Andrea Ýr Arnarsdóttir, Aníta Rún Óskarsdóttir, Bára Tómasdóttir og Óskar Vídalín frá Minningarsjóði Einars Darra, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjá SÁÁ, Björn Sævar Einarsson formaður IOGT á Íslandi, Guðrún Björg Ágústsdóttir fjölskylduráðgjafi Foreldrahúss Vímulausrar æsku og Marta Ástbjörnsdóttir teymisstjóri hjá MST-teymi Barnaverndarstofu.

Ljósmynd: DV/Hanna

Saga Ýr Nazari flutti nokkur lög og var þetta í fyrsta sinn sem hún kom fram opinberlega. Árný Guðmundsdóttir sá um táknmálstúlkunina.

Saga Ýr Nazari. Ljósmynd: DV/Hanna

Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá málþinginu í heild sinni. Erindi fluttu Minningarsjóður Einars Darra (5:00), SÁÁ (28:00), IOGT (51:00), Vímulaus æska – Foreldrahús (1:04) og MST – Barnaverndarstofa (1:15).

https://www.facebook.com/www.dv.is/videos/508943189589748/?t=287

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“