fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Ljósmyndasýningin BLEIK – persónulegar sögur kvenna sem hafa greinst með brjósta- eða leghálskrabbamein og farið í meðferð

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. september 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bleika slaufan 2018 verður afhjúpuð við athöfn í Kringlunni í dag kl 17. Á sama tíma opnar glæsileg ljósmyndasýning Bleiku slaufunnar sem stendur út októbermánuð. 

Leynd hvílir yfir útliti Bleiku slaufunnar þar til átakið hefst og frumsýning Bleiku slaufunnar er ávallt gleðileg stund.

Bleika slaufan í ár er hönnuð af Páli Sveinssyni, gullsmíðameistara hjá Jóni og Óskari. Hún táknar umhyggjuna og tárin sem geta fylgt því þegar einhver greinist með krabbamein. Páll vann samkeppni Krabbameinsfélags Íslands og Félags íslenskra gullsmiða sem fram fór í sjöunda sinn í upphafi ársins.

Ljósmyndasýningin sem stendur út októbermánuð er sett upp á fjórum stöðum á landinu: í Kringlunni í Reykjavík, á Glerártorgi á Akureyri, í Krónunni á Selfossi og í Ráðhúsi Reykjanesbæjar.

Allt söfnunarfé Bleiku slaufunnar 2018 rennur til starfsemi Krabbameinsfélagsins, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu til þátttöku í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað