fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Rúnar Þór hljóðritaði síðustu plötu sína í Abbey Road

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. september 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Rúnar Þór Pétursson fór ásamt fríðu föruneyti til Bretlands í ágúst síðastliðnum. Þar hljóðritaði hann síðustu sólóplötu sína í hinu sögufræga Abbey Road stúdíó.

Með honum í för voru Pétur Valgarðsson gítarleikari, Maggi Magg trommuleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari og Þórir Úlfarsson píanóleikari, allt vanir menn og tóku upptökur tvo daga.

Þessi sami hópur mun flytja plötuna í Bæjarbíói í Hafnarfirði fimmtudagskvöldid 29. nóvember. Ekki er ólíklegt að nokkur af þekktustu lögum Rúnars Þórs fái einnig að hljóma á tónleikunum.

Rúnar Þór er einn af okkar fremstu og um leið iðnustu tónlistarmönnum undanfarna áratugi. Hann hefur spilað lifandi tónlist oftar en flestir og eftir hann liggur fjöldi laga sem eru orðin hluti að þjóðinni.

Í viðtali við Fréttablaðið í byrjun september sagði Rúnar Þór: „Græjurnar þarna eru mikið til þær sömu og þeir notuðu og ég söng í míkrafóninn sem Lennon notaði í síðustu tökunum sínum. Þetta lítur allt nákvæmlega eins út og þegar Bítlarnir voru þarna, sama parketið á gólfinu og allt.“

Rúnar Þór ætlar að gefa plötuna út á geisladisk og í takmörkuðu upplagi á vínýl. „Ekki það að ég sé eitthvað hrifinn af vínýl en ætla að setja á vínýl af því að Bítlaplöturnar eru þannig,“ segir Rúnar Þór og áréttar að hann standi fyrst og fremst í þessu fyrir sjálfan sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram