fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Laddi blæs á rætnar kjaftasögur: „Ég er sprelllifandi“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. september 2018 18:08

Laddi lifir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir notendur samfélagsmiðla í dag urðu skelfinu lostnir þegar þeir sáu einskonar dánartilkynningu þjóðargerseminnar Þórhalls Sigurðssonar, betur þekktum sem Ladda, dreift. Á myndinni má sjá svarthvíta mynd af leikaranum, kross auk fæðingarárs og meints dánarárs. Augljóst er að mörgum notendum er mjög brugðið og fiskisagan virðist fljúga hratt.

DV sló á þráðinn til Ladda  sem var hvumsa yfir erindinu. „Ég er alveg sprellifandi. Ég var að koma til landsins og stend bara við kassa að borga,“ sagði goðsögnin meðal annars í stuttu spjalli.

Sonur Ladda, uppistandarinn Þórhallur Þórhallsson, var eðli málsins samkvæmt misboðið þegar hann sá notendur dreifa myndinni. Hann reyndi að slá á sögusagnirnar með því að skrifa athugasemdir á vegg viðkomandi en þeim var snarlega eytt. Brá Þórhallur yngri þá á það ráð að skrifa færslu um málið á sinn eigin Facebook-vegg: „Þessi drengur er að setja inn þetta ósmekklega grín og eyðir svo athugasemdum frá mér þegar ég læt fólk vita að þetta er lygi,“ sagði Þórhallur og bað lesendur um að trúa ekki þessari rætnu kjaftasögu.

Alþekkt er að slíkar kjaftasögur fari í gang um heimsþekkta listamenn. Nærtækt dæmi er meintur dauði kanadísku stórstjörnunnar Avril Lavigne árið 2003. Sú lífseiga kjaftasaga hefur gengið síðan að Lavigne hafi látist en tvífari hennar, Melissa að nafni, hafi tekið hennar stað og það skýri af hverju Lavigne hafi dregið sig úr sviðsljósinu.

Ósmekkleg myndbirting

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram