Strákarnir í hljómsveitinni Westlife stefna nú á endurkomu tónleikaferðalag.
Írsku strákasveitinni var upphaflega komið á koppinn af engum öðrum en Simon Idoldómara Cowell og var hún gríðarlega vinsæl á árunum 1998-2012.
Og þegar menn byrja að túra aftur, þá þarf nýjan smell og hver er betri í starfið en Íslandsvinurinn Ed Sheeran. Strákarnir voru að sögn The Sun mjög spenntir fyrir samstarfinu við Sheeran og þegar er búið að taka lagið upp, og aðeins eftir að snurfusa og taka upp myndband. Meðan við bíðum má hlusta á fyrri smelli Westlife og skella sér í röðina eftir miðum á tónleika Sheeran á Íslandi.