Eins og margir vita þurfti U2 að aflýsa tónleikum sínum í Berlín í byrjun september þegar forsöngvarinn, Bono Vox, missti röddina eftir aðeins fjögur lög.
Til að sýna vinum sínum og kollegum í U2 samstöðu hafa strákarnir í íslensku heiðursveitinni U2 Project ákveðið að þeir fjölmörgu íslendingar sem voru staddir á téðum tónleikum fái frítt inn á tónleika sveitarinnar í Bæjarbíó á föstudaginn.
Það eina sem áhugasamir þurfa að gera er að hafa samband við Bæjarbíó í Hafnarfirði og mæta síðan með góða skapið.
Aðrir áhugasamir geta síðan náð sér í miða í Bæjarbíó á midi.is eða séð herlegheitin á Gamla Kaupfélaginu, Akranesi, á fimmtudaginn.
Heiðurssveitina skipa þeir:
Birgir Nielsen – Mullen (Land og synir), Gunnar Þór – The Edge (Land og synir),
Friðrik Sturluson – Clayton (Sálin) og Magni Ásgeirsson – Hewson (Á móti sól).