Hreyfing er holl fyrir okkur, það vitum við öll.
Vísindamenn við háskólann í Illinois í Chicago hafa hins vegar gefið út að ef þú æfir OF mikið, þá geti það verið jafn slæmt fyrir þig, eins og ef þú æfir ekkert.
Í rannsókn sem stóð yfir í 25 ár komust þeir að því að fólk sem æfir meira en meðalmaðurinn geti fengið æðakölkun. Æðakölkun er meinsemd sem myndast í slagæðum vegna áreitis á æðina af einhverjum toga. Getur hún skapast þar sem hjartað er undir of miklu álagi með miklum æfingum.
Gott er að æfa um 2 og hálfa klukkuststund á viku að minnsta kosti.
Þátttakendur voru 3.175 þáttakendur, bæði konur og karlmenn, og sýndi rannsóknin að karlmenn sem æfa meira en meðaltalið fái æðakölkun þegar þeir eru komnir á miðjan aldur.
Hins vegar er frekari rannsókna þörf á áhrifum of mikilla æfinga hjá knum.
Hjartalæknirinn Dr. Joel Kahn segir að „Það er aukinn streituvaldur þegar æfing tekur langan tíma, kortisól er í hámarki. Því er skynsamlegt að hafa með daglegar æfingar sem draga úr streitu eins og hugleiðsla, jóga og góður svefn í 7-8 tíma.“