fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Bleika slaufan afhjúpuð á föstudag

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 26. september 2018 14:00

Mynd: Íris Stefánsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ávallt gleðistund þegar Bleika slaufan er afhjúpuð, en þangað til hvílir leynd yfir hönnun hennar.

Næstkomandi föstudag kl. 17 verður Bleika slaufan 2018 afhjúpuð í Kringlunni í Reykjavík, en þá opnar Krabbameinsfélagið einnig glæsilega ljósmyndasýningu.

Forsala Bleiku slaufunnar er hafin í vefverslun Krabbameinsfélagsins, en verð hennar er 2.500 kr.

Mynd: Íris Stefánsdóttir.

Leynd hvílir yfir Bleiku slaufunni þar til hún er afhjúpuð í upphafi átaksins ár hvert. Hönnuður hennar í ár er Páll Sveinsson, gullsmíðameistari hjá Jóni og Óskari, en hann sigraði í samkeppni Krabbameinsfélagsins og Félags íslenskra gullsmiða um hönnun Bleiku slaufunnar 2018. Bleika slaufan 2018 táknar umhyggjuna og tárin sem geta fylgt því þegar einhver greinist með krabbamein.

Krabbameinsfélagið býður landsmönnum öllum á ljósmyndasýningu sem sýnd verður samtímis á fjórum stöðum á landinu. Sýningin BLEIK byggir á persónulegum sögum tólf kvenna sem hafa greinst með brjósta- eða leghálskrabbamein. Ásta Kristjánsdóttir, ljósmyndari, Sigríður Sólan, blaðamaður, Sóley Ástudóttir, förðunarfræðingur og Anna Clausen, stílisti, eiga veg og vanda að sýningunni sem stendur út októbermánuð í Kringlunni í Reykjavík, á Glerártorgi á Akureyri, í Krónunni á Selfossi og í Ráðhúsi Reykjanesbæjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Í gær

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“