Bandaríska tískuvörukeðjan, Michael Kors, sem nefnd er eftir samnefndum tískuhönnuði þess og stofnanda, hefur keypt ítalska tískuvörumerkið Versace fyrir 1,7 milljarð evra, eða 220,60 milljörða íslenskra króna.
Versace fjölskyldan á 80% í ítalska fyrirtækinu sem Gianni Versace stofnaði fyrir 40 árum síðan, en Blackstone vogunarsjóðurinn bandaríski á 20%.
Michael Kors keypti á síðasta ári vörumerkið Jimmy Choo, sem framleiðis lúxus skófatnað, fyrir 130 milljarða íslenskra króna.
Stofnandi Versace, Gianni Versace, var myrtur fyrir utan heimili sitt í Miami í júlí 1997. Systir hans, varaforseti og listrænn stjórnandi Versace, Donatella Versace hefur boðað til starfsmannafundar á þriðjudag. Áætlað er að árleg velta fyrirtækisins muni fara yfir 1 milljarð evra á þessu ári.