Tónlistarmaðurinn vinsæli Friðrik Dór Jónsson tók lífstílinn í gegn fyrir níu mánuðum og upplifði afar jákvæðar breytingar á bæði útliti og líðan. Í nýlegu viðtali við Fjarðarpóstinn ræðir hann meðal annars um hvað fólst í þessum lífsstílsbreytingum.
Aðspurður um hverjar áherslurnar hafi verið kveðst Friðrik Dór hafa tekið mataræði sitt í gegn fyrir utan það að mæta í ræktina. Ein helsta breytingin var sú að skera niður neyslu á kolvetnum.
„Kolvetnasnautt kom mér af stað í byrjun því það er gott að sjá árangur. Eftir það gengur þetta bara út á sjálfsaga og það sem maður veit en hefur hunsað, semsagt að borða minna og borða ekki eftir 8 á kvöldin.
Friðrik Dór segist áður fyrr hafa „bara farið á kaffihús á morgnana og fengið sér eitthvað kjaftæði.“ En nú er öldin önnur.
„Góð byrjun á deginum þýðir góður dagur.“
Viðtalið við Friðrik Dór má finna í heild sinni á vef Fjarðarpóstsins.