Söngvarinn Bergþór Pálsson hefur undanfarið sett heilsuna í fyrsta sæti og hefur aldrei litið betur út.
Fyrir tveimur mánuðum birti hann myndband þar sem hann deildi aðferðum sínum með áhorfendum og sló myndbandið rækilega í gegn.
Fyrr í vikunni birti hann svo annað myndband, Út fyrir þægindarammann.
Myndbandið fjallar um Að þora og setur Bergþór fyrirvara á myndbandið:
Þá er nýtt myndband tilbúið, gjörið þið svo vel! Síðasta myndband fjallaði um líkamsrækt, en þetta fjallar um að fara út fyrir þægindarammann til sigurs á viðfangsefninu og sjálfum sér! Ein magnaðasta uppgötvun sem ég hef gert lengi er hvernig maður lætur verða af því sem mann langar til í lífinu.
Ég varð því að deila henni, því að ég veit að margir hafa verið í sömu sporum.
Og nú megið þið bara deila eins og vindurinn, ef þið hafið gaman af þessu og vonandi gagn.
Það er smá nekt í því, þannig að það er ekki fyrir viðkvæma (grín).
Við mælum með áhorfi á myndböndin og að láta lífsgleði Bergþórs smita þig að fara glaðari og sáttari út í daginn.