fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Ingileif og María Rut selja Starhaga – „Seljum með ákveðnum trega“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. september 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir hafa sett íbúð sína við Starhaga í Vesturbæ á sölu.

Þær gengu í hjónaband í júlí í sumar og var brúðkaupið haldið á Flateyri.

Húsið var byggt árið 1955, íbúðin er 70 fermetrar, þriggja herbergja með útgengt á 28 fermetra verönd til suðurs og var hluti af henni endurnýjaður árin 2011-12.

„Elsku besti Starhaginn okkar er kominn á sölu! Fyrsta íbúðin okkar Ingileifar sem okkur þykir undurvænt um og seljum nú með ákveðnum trega. En nú erum við giftar og þá rökrétt næsta skref að skuldsetja okkur meira og stækka við okkur. Um er að ræða fullkomna íbúð á besta stað í bænum – nálægt allri helstu nærþjónustu og náttúruparadísinni á Ægisíðunni. Mæli heilshugar með og þið megið kæru vinir endilega benda ykkar vinum á sem eru að leita sér að góðri eign!,“ skrifar María Rut.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set