fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Delicata Brasilíuhnetur innkallaðar – Sveppaeitur greindist yfir mörkum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. september 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu eru Delicata Brasilíuhnetur innkallaðar  vegna þess að sveppaeitrið aflatoxín greindist í hnetunum yfir mörkum.

Aðföng hafa, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði tiltekna lotu af Delicata Brasilíuhnetum í 100 g pokum vegna þess að í reglubundnu eftirliti greindist sveppaeitrið aflatoxín B1 í hnetunum yfir mörkum.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Delicata.

Vöruheiti: Brasilíuhnetur.

Strikanúmer: 5690350050647.

Nettómagn: 100 g.

Best fyrir: 30.04.2019

Framleiðandi: System Frugt A/S, Danmörku.

Innflytjandi: Aðföng, Skútuvogi 7, 104 Reykjavík.

Dreifing: Verslanir Bónus og Hagkaupa um land allt.

Upplýsingar um sveppaeitrið aflatoxín er að finna á vefsíðu Matvælastofnunar.

Viðskiptavinum Bónus og Hagkaupa sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ronan Keating brjálaður: „Þú mátt drepa mann og ganga frjáls“

Ronan Keating brjálaður: „Þú mátt drepa mann og ganga frjáls“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“