Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Hallbjörn Karlsson hafa sett einbýlishús sitt í Fossvogi á sölu.
Húsið sem er 280 fermetrar er í Bjarmalandi og er það innst í botnlanga. Húsið var byggt 1967-8 og hannað af Guðmundi Kr. Kristinssyni, en það var síðan gert upp 2006-7. Garðurinn var einnig hannaður upp á nýtt og sá Þráinn Hauksson hjá Landslagi um það. Garðurinn er með heitum potti, pall og grindverki og er það í stíl við parketið í húsinu.
Fimm svefnherbergi eru í húsinu og er hjónaherbergið hjónasvíta með baðherbergi og fataherbergi og hurð út í garð.
Fasteignamat er 136 milljónir, en óskað er eftir tilboði í húsið.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.