Spessi ljósmyndari er nýjasta andlit úranna frá JS Watch, sem Gilbert úrsmiður á heiðurinn af.
Spessa þarf ekkert að kynna hér heima, en hann hefur haldið fjölda sýninga hér heima og erlendis.
Nýlega gaf Spessi út ljósmyndabókina 111, sem fékk frábæra dóma og seldist fyrsta upplag hennar upp.
Í kynningu á vefsíðu úranna segir um Spessa að lífsstíll hans færi hann oft til staða sem eru óhefðbundnir, Þess vegna henti úrið Sif honum vel sem ferðafélagi, eða eins og Spessi segir sjálfur: „Það er svo gegnheilt að ég get notað það sem hamar.“